Skip to main content

Júl/ágú 2023 - Ávarp forseta SIE - Allar sem ein

Allar sem ein

Soroptimistahreyfingin sameinar konur úr öllum stéttum samfélagsins. Við höfnum þó fleirum en við viljum vera láta.

Soroptimistahreyfingin er fyrir konur sem vilja standa með konum. Það segir þó ekki að allir Soroptimistar leggi jafn mikið af mörkum.

Við erum allar ólíkar, en deilum sameiginlegum markmiðum sem við setjum fram á samræmdan hátt. Þó að notkun mismunandi merkja greini okkur að er það ásættanlegt því við þekkjum þau öll. Merkið okkar sem innifelur sjálfsmynd Soroptimista og einingu er mikilvægt og stuðlar að samkennd og vilja til að vinna saman.

Fjölbreyttar aðgerðir sýna sérstöðu Soroptimista. Það kemur skýrt fram í ársskýrslunni, sem varpar ljósi á verkefni félagsmanna víðsvegar að úr heiminum og margvíslegar nálganir, aðferðir og árangur. Það er þessi ólíka nálgun, staðbundin þekking og tengslanet sem hjálpar okkur að hafa áhrif á líf kvenna og stúlkna á sama tíma og við störfum undir merki Soroptimista.

Við erum sameinaðar undir merki Soroptimistahreyfingarinnar í Evrópu og sem meðlimir komum við á breytingum og framförum á hverju því sem við stöndum frammi fyrir. Við náum hver til annarrar, hlustum og veitum hver annarri innblástur. Vegna þess að við leggjum eigin sérhagsmuni til hliðar.

Hugmyndin "Together Everyone Achieves More" leggur ekki aðeins áherslu á hvernig við grípum til aðgerða og aukum áhrif, heldur einnig hvað felst í því að vera félagi í samtökum okkar. Við virðum hverja og eina okkar fyrir skoðanir sínar, ekki sem einstaklings heldur sem félaga í Soroptimistahreyfingunni. Sem forseti tel ég að þetta sé raunin í Evrópusambandi okkar og ég mun halda áfram að virða og samþykkja skoðanir aðildarríkjanna. Ef ekki, þá er aðild gagnslaus.

Við skulum íhuga styrkleika okkar og hvar við sem hreyfing stöndum og hvernig við getum haldið áfram.