Skip to main content

Júní 2023 - Ávarp forseta SIE - Brjótum glerþakið

Brjótum glerþakið

Frá forseta Evrópusambandsins
Carolien Demey, forseti SIE, veltir fyrir sér hvers vegna við þurfum enn að brjóta glerþakið og hvað Soroptimistar gera til að hjálpa útskriftanemum við það.

Enn á ný er komið að útskrift!

Þegar áhugasamir nemendur, stoltir foreldrar og ættingjar mæta í skólana til að taka þátt í þeirri hátíðlegu stund þegar prófskírteini eru afhent  er stundin full af fyrirheitum, metnaði fyrir framtíðinni og gleði yfir þeirri vinnu sem leiddi til þessa árangurs. Hins vegar eru enn margir sem ná ekki þeim áfanga að elta drauma sína vegna erfiðra aðstæðna. Í ljósi þessa málefnis hafa Soroptimistar lengi veitt námsstyrki til að hjálpa nemendum til að yfirstíga þessar hindranir.

Í dag, þegar farsælir útskriftarnemar baða sig í dýrð prófgráðu sinnar, gætu þeir fundið fyrir óvissu um framtíðina. Þeir kunna að vera ómeðvitaðir um næstu skref sem þarf að taka, eða viðbótarfærni sem þarf til að byggja upp farsælan feril. Þeir eru nýkomnir yfir fyrstu hindrunina í að ná draumum sínum, sem hafði áhrif á námsvali þeirra. 

Í kjölfar heimsfaraldursins gengu fyrirtæki gegnum skipulagsbreytingar. Með nýjum veruleika kom sveigjanleiki í vinnufyrirkomulagi sem kom í veg fyrir samdrátt,  kulnun og uppsagnir. Þó aðstæður breyttust hélst glerþakið. 

Áður fyrr trúði ég því að það yrði minna mál að brjóta glerþakið, en heimsfaraldurinn olli verulegu áfalli varðandi hlut kvenna í æðstu stöðum. Ef við skoðum vísindasviðið, til dæmis, er hlutfall kvenna sem hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði aðeins 2%, sem er lítilsháttar framför, stóð nýlega í 1%, tölfræði sem er langt frá því að verðskulda lófatak. 

Til að brjótast sannarlega í gegnum glerþakið þarf meira til. Byrja þarf á hugarfarsbreytingu, bæði innan samfélagsins og meðal kvennanna sjálfra. Konur hafa tilhneigingu til að „hugsa" meira en karlkyns jafnaldrar þeirra um hliðarverkanir sem tengjast því að brjótast í gegnum glerþakið. Það gerir þær hikandi á meðan aðrir taka þau störf sem þær eiga réttilega skilið.

Með leiðtogaakademíu hlúa Soroptimistar að skjólstæðingum sínum. Það skapar öryggi til að brjótast í gegnum hindranir og fullnægja metnaðarfullum vonum. Stefnumótandi áætlun okkar felur í sér heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um menntun (SDG4) og jafnrétti kynjanna (SDG5), þar sem gengið er lengra en hefðbundið hugtak um menntun og leiðir til valdeflingar kvenna til að brjóta glerþakið.

Til hamingju allir þeir sem fengu prófgráðu! Verið tilbúin til að fylgja metnaði ykkar alla leið á toppinn og brjótast í gegnum glerþakið í leiðinni!