Skip to main content

Hverjar erum við ?

Alþjóðleg samtök
 • Í Alþjóðasamtökum Soroptimista (Soroptimist International) eru yfir 80.000 félagar í 127 löndum. Fyrsti klúbburinn var stofnaður árið 1921 í Oakland í Kaliforníu. Heimshlutasamböndin eru fjögur og undir hverju þeirra eru landssambönd eða svæðasambönd, og svo klúbbar.

  Soroptimistasamband Íslands er hluti af Evrópusambandi Soroptimista. Íslenskir soroptimistar eru um 600 talsins í 19 klúbbum viðs vegar um land. Í klúbbunum er leitast við að hafa fulltrúa sem flestra starfsstétta til að fá sem breiðastan hóp. Fyrsti íslenski klúbburinn var stofnaður árið 1959.

  Soroptimistar eiga ráðgefandi fulltrúa hjá hinum ýmsu stofnunum Sameinuðu þjóðanna og eiga einnig ráðgjafaraðild að Efnahags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC).

Markmið
 • Soroptimistar hvetja til aðgerða og skapa tækifæri til að breyta lífi kvenna og stúlkna með fjölþjóðlegu samstarfi og alþjóðlegu félaganeti. Soroptimistar hvetja til jafnræðis og jafnréttis, vinna að því að skapa öruggt og heilsusamlegt umhverfi, auka aðgengi að menntun, efla leiðtogahæfni og hagnýta þekkingu til sjálfbærrar framtíðar.

Konur fyrir konur
 • Soroptimistar eru alþjóðasamtök fyrir vinnandi konur í öllum störfum. Markmið Soroptimista er stuðla að heimsmynd þar sem konur og stúlkur ná í sameiningu fram því besta sem völ er á, bæði sem einstaklingar og sem hópur, og þar sem þær geta látið drauma sína rætast og til jafns við aðra skapað sterk og friðsöm samfélög um allan heim.

Soroptimisti ?

 • Orðið soroptimisti er samsett úr orðunum „sorores ad optumum" sem þýðir systur sem vinna að því besta.

  Þær sem hafa áhuga á að ganga til liðs við Soroptimistasambandið er bent á að hafa samband við okkur með því að senda skeyti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða kynntu þér málið á systur.is


 • Menntun

 • Upprætum ofbeldi gegn konum

 • Sjálfbærni

 • Heilsa og fæðuöryggi

 • Valdefling