Kópavogsklúbbur færir gjafir

Soroptimistar láta til sín taka á mörgum sviðum sem snúa að velferð kvenna, sérstaklega þeim konum sem höllum fæti standa.

Félagar úr Soroptimistaklúbbi Kópavogs heimsóttu Hólmsheiði í dag og afhentu fangelsinu tvær saumavélar að gjöf ásamt saumaefni. Saumavélarnar munu koma að góðum notum til að bjóða fleiri föngum upp á fjölbreyttari og uppbyggilegri vinnu. Fangelsið færði Kópavogsklúbbi bestu þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

Soroptimistasamband Íslands
Hamraborg 10, 200 Kópavogi

 

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Efst á síðu