Skip to main content

Roðagyllum heiminn

 Kæru soroptimistasystur

Þó svo nokkrar okkar hafi hugsanlega þegar hafið að senda út áminningar varðandi verkefnið „Roðagyllum heiminn”, þá hefst hið raunverulega 16 daga átak að efla vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi þann 25. nóvember nk., á degi Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu á ofbeldi gegn konum. Á tímabili 16 samfelldra daga að 10. desember, Mannréttindadeginum, munu Sameinuðu þjóðirnar, NGO og konur um víða veröld draga athygli að þessum gífurlegu brotum á mannréttindum. Og, við, Soroptimistar, hyggjumst láta einnig heyra duglega í okkur!

16 daga átakið gefur okkur öllum tækifæri til að rjúfa þögnina varðandi ofbeldi. Með því að skipuleggja viðburði í okkar nærumhverfi sem draga fram ofbeldi gegn konum, gerum verkefnið (viðfangsefnið) sýnilegt, við gefum konum sem þjást von, og við drögum gerendur misnotkunar til ábyrgðar.

Hvert er markmið herferðarinnar?

Með 16 daga átakinu er möguleiki til að hámarka  viðleitni í að berjast gegn þessari uppbyggingu  og alþóðlega fyrirbæri sem er ennþá víðtækt og án viðurlaga, vegna skorts á félagslegu andófi, skorts á pólitískum vilja og vöntun á kunnáttu viðkomandi aðila sem taka þátt svo að við verðum að sameinast um að vekja athygli og miðla verkefnastarfsemi okkar með því að:

  • Auka öryggi kvenna (t.d. veita skjól, öryggisáætlanir, hjálparlínur).
  • Að leggja áherslu á eðli og þess hve ofbeldi gegn konum er algengt.
  • Að auka vitund um ofbeldi gegn konum sem mannréttindamál, til að breyta fordómum í þjóðfélaginu.
  • Að koma á skýrri tengingu milli staðbundinnar og alþjóðlgrar vinnu til að binda enda á ofbeldi gegn konum.
  • Hagsmunagæslu ríkisstjórna, t.d. að hvetja til þessa að heilbrigðis- og félagsþjónustu sé haldið gangandi og vekja athygli með því að biðja borgara að vera vakandi fyrir öryggi og vellíðan hugsanlegra fórnarlamba.
  • Styrkja sveitarfélög til að takast á við ofbeli gegn konum.

Hvað geta Soroptimistar gert?

16 daga átakið er kjörið tækifæri til að auka vitund um málefnið í klúbbnum okkar, samfélögum og löndum. Soptimistar hafa tekið virkan þátt í sínu samfélagi í aldir og hafa verið mjög áhrifamiklir og duglegir við að leita svara. Við skiljum sannarlega staðbundnar áskoranir og sjáum raunveruleikann sem konur standa frammi fyrir. Á hverju ári hugsum við um og hrindum í framkvæmd þúsundum verkefna til að bæta líf og kjör kvenna.

Við hvetjum ykkur til að styðja við þessa vitundavakningu  annað hvort með stuðningi við „Ákall framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna um roðagylltan alheim“ eða með öðrum aðgerðum. Við treystum Soroptimistaklúbbum og öðrum samtökum til þess að sýna enn og aftur sköpunargáfu sína og ástríðu fyrir kvenréttindum við þetta sérstaka tilefni.

Við treystum á að hver og einn Soroptimisti veki athygli á málefninu á vefnum.

Skoðaðu vefsíðu sambandsins, Facebook, Instragam og twitter reikninga þar sem við erum að uppfæra reglulega.

Aðgerðir/Tillögur (listi sem er ekki tæmandi)

Setja upp veggspjöld í verslunarmiðstöðum með símanúmerum sem hægt er að hringja í, útvega gögn um hve margar konur eru misnotaðar, drepnar o.s.frv. Finndu gögnin hér fyrir neðan.

  • Skipuleggja ráðstefnur um kynbundið ofbeldi, bjóða t.d. lögreglustjóranum að tala um málefnið, eða forstöðumanni athvarfs.
  • Prentaðu mótáróður gegn kynbundnu ofbeldi á vatnsflöskur eða á pappírsþurrkur og bjóddu síðan kráar og þeim sem reka skyndibitastaði þá til að setja með í skammtana þeirra. Skilaboðin gætu beinst til karla sem segja t.d. „Ég á ekki konuna mína/kærustuna mína, ég hef engan rétt til að skaða hana“ Þú getur gert það að verkefni sambandsins að prenta út margar pappírsþurrkur og senda til klúbbana til dreifingar.
  • Framleiddu grímur með þínum skilaboðum, notaðu þær sjálf og gefðu öðrum.
  • Og að sjálfsögðu haltu áfram að lýsa upp opinberar byggingar í appelsínugulum lit þann 25. nóvember og notaðu veggspjald eða veifu með þínum skilaboðum.
  • Fáðu styrktaraðila til að bjóða uppá appelsínugul blóm með skilaboðum gegn kynbundnu ofbeldi.
  • Gleymdu ekki að láta fjölmiðla vita. Því meira sem fólk les um okkar aðgerðir því betra.

Veggspjöld/Samskiptatæki

Þú getur fundið veggspjaldið (plakatið) fyrir 16 daga átakið á þessu ári sem hannað er af SIE samskiptateyminu undir kynningarefni soroptimist.is  Hægt er að hlaða því niður.

Með aukinni vinnu á „Verkefni og boðun“ eru okkar verkefnastjórar og talskonur að þróa meira en nokkru sinni fyrr verkefni og herferðir á þessu tiltekna máli, þannig ættum við að deila með öllum heiminum hvað okkur þykir vænt um að standa með konum.

Evrópusamband soroptimista hefur sérstaka ósk varðandi þetta 16 daga átak.

Verkefna og boðunateymið vonast til að þú leggir þig fram til að ná markmiði samtakanna svo við verðum að vita meira um  þá vitundarvakningu og verkefni sem þú hefur unnið að til að takast á við ofbeldi gagnvart konum. Skrifaðu okkur og sendu verkefnahugmyndir til verkefnastjóra fyrir 28. október á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Við erum áhugasamar um að kynnast ykkur betur og þínum verkefnum sem og áhyggjum þínum, ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar.

Við hlökkum til samstarfs við þig. Við stöndum saman með konum.

Með vinarkveðju

Verkefnisstjórar og talskona