Skip to main content

Forsetabréf september 2022

 Reykjavík, september 2022

Kæru systur 
Það líður að för systra til Kalmar í Svíþjóð og er það vel hvað margar sjá sér fært að taka þátt í Norrænum vinadögum. Ég hlakka til að njóta ferðarinnar með því að sækja systur á Norðurlöndum heim og að eiga samveru og samfélag þar ytra með systrum okkar.
Næsti viðburður hjá okkur er Haustfundur á Hótel Laugarbakka helgina 30. sept - 2. okt. Dagskrá fundarins er á vef soroptimista. Minni á notendanafn og lykilorð að vefnum okkar www.soroptimist.is aðgangsorð systur/allar.

Á föstudagskvöldinu erum við að skipuleggja hitting þar sem hver og einn greiðir fyrir sig drykk og smá veitingar.

Við hefjumst handa daginn eftir og er helst að nefna samantekt frá SNLA norræna leiðtoganámskeiðið sem haldið var á Bifröst. 

Því næst verður farið í ytra mat á undirbúningi og innleiðingu á Sigurhæðaverkefninu. 

Sendifulltrúar verða með samantekt frá fundinum í Belgíu í sumar.

Growth Academy var einnig haldið í Belgíu í sumar og við fáum að heyra frá því hvernig við gerum samtökin okkar áhugaverðari, aukum aðdráttarafl hreyfingarinnar og hvernig við höldum í systur sem þegar eru gengnar til liðs við okkur. 

Útbreiðslunefnd verður með vinnustofu þar sem við erum allar þátttakendur og við fáum tækifæri til að koma skoðunum á framfæri.

Við fyllumst eldmóð til að vera tilbúnar að takast á við 16 daga átakið. Unnið hefur verið að þýðingum á efni, hönnun á römmum og borðum sem verður útlit átaksins í ár. Áherslur í 16 daga átakinu eru forvarnir og að “Þekkja rauðu ljósin” (á ensku Read the signs). Frumsýning á römmum og borðum verður á fundinum. Talskona og verkefnastjórar leiða okkur í allan sannleikan um átakið.

Samantekt frá vinnuhóp um laga og reglugerðarbreytingar. 

Að lokum mun Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra loka fundinum með áhugaverðu erindi með tilvísun í „Að velja að vaxa“. 

Embættismannafundir verða strax að afloknum haustfundi.

Hátíðarkvöldverður verður lokapunktur dagsins þar sem systur Við Húnaflóa sjá um dagskrá, meðal annars ætla þær að vera með happadrætti. 

Á síðasta Landssambandsfundur í Ólafsvík tókst okkur ekki að manna laganefnd að öllu leyti en kosnar voru á fundinum Margrét Helgadóttir, Hafnarfjarðar- og Garðabæjar-klúbbi og Sigríður Hjaltadóttir, Við-Húnaflóa-klúbbi. Guðrún Margrét Eysteinsdóttir, Reykjavíkurklúbbi hefur gefið kost á sér að vinna í laganefnd, hún hefur verið með vinnuhópnum sem vinnur að laga-og reglugerðarbreytingum hvað varðar athugasemdir frá klúbbum. Fulltrúar þurfa að kjósa um hana. Ég mun ganga í það fljótlega og verður bréf sent þess efnis.

Einnig á eftir að finna klúbb sem tekur að sér Fregnir frá 1. janúar 2023 - 31. desember 2025, það er brýnt að klúbbar ræði það á fundum sínum og sérstaklega þeir klúbbar sem ekki hafa verið með Fregnir áður. 

Að lokum vil ég nefna að klúbbar fari að huga að því að tilnefna systur í framboð forseta fyrir starfsárin 1. janúar 2025 - 31. desember 2026 og skoða hvort ekki sé systir í ykkar klúbbi sem vill gefa kost á sér en þarf hvatningu frá ykkur kæru systur.

Með kærleikskveðju

Guðrún Lára