Skip to main content

Mannréttindi og mannleg skylda

Mannréttindi og mannleg skylda (ensk úgáfa)

Í yfir 100 ár hefur stuðningur við mannréttindi verið ein af grunnstoðum Soroptimista og eitt það fyrsta sem lögð er áhersla á þegar konur ganga til liðs við samtökin. Mannréttindi eru enn jafn mikilvæg í dag og árið 1921.

Nú þegar alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í vændum (8. mars 2023) leggjum við einnig áherslu á að mannréttindi eru kvenréttindi og kvenréttindi eru mannréttindi.

Skuldbinding okkar gagnvart mannréttindum er lykilatriði í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Það endurspeglast í verkefnum okkar, þar á meðal vinnu okkar við að uppræta ofbeldi gegn konum og í markmiðum Soroptimista, meðal annars að veita konum og stúlkum menntun.

En hvað með hina hliðina?  Hvað með mannlega skyldu?

Skuldbinding okkar við mannlegar skyldur er jafn mikil og skuldbinding okkar við mannréttindi. Við hikum ekki þegar manngerðar hörmungar skella á, svo sem flóð af völdum loftslagsbreytinga og stríð vegna valdabaráttu. Við hikum ekki heldur þegar náttúruhamfarir dynja yfir, eins og nýlegir jarðskjálftar í Tyrklandi og Sýrlandi ber vitni um. Enn á ný hvatti skyldan okkur til að bregðast hratt við. Soroptimistar stóðu saman og sameinuðust öðrum mannúðarsamtökum í aðgerðum.

Sem Soroptimistar göngum við alltaf skrefi lengra. Við höldum áfram stuðningi okkar þegar fréttir af hamförum eru horfnar af forsíðum dagblaða. Við náum til Soroptimista á þeim svæðum sem verða fyrir áföllum. Við söfnum upplýsingum frá fyrstu hendi um staðbundnar aðstæður og tökum þátt í að kortleggja stefnu - áætlun sem færir sjálfbærar, langvarandi lausnir.

Styrkur okkar sem Soroptimistar felst í tengslaneti okkar um allan heim við fjölbreyttan hóp kvenna sem gerir okkur kleift að bregðast hratt við þegar skyldan kallar.

Ykkar einlæg,
Carolien Demey
Forseti SIE 2021-2023