Skip to main content

September 2022 - Ávarp forseta SIE

Okt 2022

Skildu engann eftir

Ávarp forseta SIE september 2022 (ensk útgáfa)

Eftir heitasta sumar síðan mælingar hófust er spáð köldum vetri. Carolien Demey forseti Evrópusambands Soroptimista sendir kveðjur og vísar til þess að Soroptimistar séu uppspretta hlýju.

Máttur hlýjunnar

Sumarið var heitt, mjög heitt og að vissu leyti óþolandi, segir Carolien Demey. Hins vegar er reiknað með að veturinn verði mjög kaldur, jafnvel innanhúss, því hátt orkuverð leiði til þess að veturinn geti ekki orðið hlýr og notalegur. Þar að auki lítur út fyrir verðbólgu og samdrátt. Áhrifin munu koma niður á systrum okkar og þeim konum og stúlkum sem við berjumst fyrir.

Covid heimsfaraldurinn valdi sér fórnarlömb. Stjórnvöld settu á heilbrigðisreglur fyrir borgarana, sem höfðu mikil áhrif á fundavenjur. Urðum við að leita á náðir rafrænna lausna í þeim tilgangi að tengjast og sameinast. Þegar stríðið braust út í Evrópu varð fjartenging mikill kostur og mikil samstaða ríkti meðal Soroptimista.

Efnahagskreppa ásamt orkukreppu hefur þegar orðið til þess að mörg lítil fyrirtæki hafa lent í vandræðum og fjölgar þeim í sífellu sem hafa þurft að hætta starfsemi. Fína bakaríið á horninu er að hætta starfsemi þar sem hækkandi orkuverð bætist við hækkað verð á hveiti, sem gerir það að verkum að hagnaðurinn heyrir sögunni til fyrir þetta notalega bakarí.

Slökkt er á götulýsingum auk þess sem opinberum byggingum hefur verið lokað vegna mikils orkukostnaðar. Daglega sjáum við áhrif aukins framfærslukostnaðar, sem mun ekki aðeins leiða til aukinnar fátæktar heldur einnig til aukinnar einstaklingshyggju og einangrunar, sem eru ógnir að takast á við. Mikilvægt er að við Soroptimistar séum meðvitaðar um þetta og berjumst gegn því. Það skulum við sannarlega gera.

Í meira en 100 ár höfum við kallað hver aðra „systur“. Hægt er að skilgreina orðið systralag sem við upplifum í klúbbunum okkar sem umhyggju hver fyrir annarri. Það gerir samtökin okkar þau bestu til að koma í veg fyrir að meðlimir okkar einangrist.

Við erum sem óstöðvandi afl, knúnar áfram af sameiginlegum markmiðum okkar um að fræða, virkja og valdefla konur; sameinaðar gegnum vináttuna og sterkar gegnum samfélagsvitund okkar. Þegar allt og allir snúast í átt að fjarlægri, kaldri einstaklingshyggju þá er þessi afstaða Soroptimista lykillinn að því hvað við stöndum fyrir og hvernig við stöndum saman.

Við skiljum ekki neinn eftir úti í kuldanum.

Kveðja

Carolien Demey

SIE President 2021-2023