Skip to main content

Verkefni júni - kraftur tónlistarinnar

Verkefni frá Soroptimistaklúbbi í Tyrklandi var kosið verkefni júní mánaðar að Link.

Landsamband Tyrklands hefur stutt verkefnið sem kallast KoroBiz eða „kórinn okkar“ . Verkefnið fór af stað í Balat þar sem mikið af íbúum svæðisins er blanda af Rómafólki, Tyrkjum og Kúrdum og sýrlenskum innflytendum sem hafa sest að á svæðinu nýlega. Verkefnið felst í því að sameina konur og stúlkur af ólíku þjóðerni, menningarlegum og trúarlegum bakgrunni  til að syngja saman í kór. KoroBiz verkefnið hefur stuðlað að aðstæðum þar sem friður og samræða ríkir með því að leiða fólk sem býr í fjölmenningarlegu Balat hverfinu saman í gegnum laglínur. Sungið er á mörgum mismunandi tungumálum.

Með dýrmætu framlagi soroptimista ná lög og laglínur stúlkunum í samsöng í Balat.

Verkefnið  stendur fram í október 2022 og mun verða haldnir  lokatónleikar sem mun endurspela fjölmenningarlegt samfélag í Balat og eru allir velkomnir.

Hægt er að lesa nánar um verefnið hér

korobiz