Skip to main content

Verkefni apríl 2022 – Link

Verkefni frá Soroptimistaklúbbnum Zilina í Slóvakíu var kosið verkefni aprílmánaðar að Link.

Verkefnið fólst í því að bjóða stúlkum á aldrinum 14-18 ára á námskeið sem hét „Varnir gegn heimilisofbeldi, ofbeldi gegn konum og börnum“. Stúlkurnar sem tóku þátt í námskeiðinu komu úr erfiðu fjölskylduumhverfi. Flestar þeirra höfðu orðið vitni eða fórnarlömb heimilisofbeldis og voru með hegðunarraskanir.

Markmið námskeiðsins var að kynna fyrir stúlkunum heimilisofbeldi og sýna þeim hvernig hægt er að bæta og leysa þær erfiðu aðstæður sem þær standa frammi fyrir og hvernig á að bregðast við.

Hægt er að lesa nánar um verefnið hér.

april