Skip to main content

Mars 2022 - Ávarp forseta SIE

Forseti Mars 2022

Mars 2022 – Ávarp forseta SIE, Carolien Demey. (ensk útgáfa)

„Styðjum hver aðra.“ Skilaboð forseta í marsmánuði 2022: Skyndisókn í dag, þrautseigja og úthald til framtíðar.

Carolien Demey, forseti Evrópusambandsins, hvetur til samstöðu Soroptimista á stríðstímum til að hjálpa konum og stúlkum. Orðatiltækið „Sorores ad optimum“ (það besta fyrir konur) hefur aldrei verið þýðingarmeira en nú á tímum, að hennar mati. Þessi orð voru raungerð með hjálp stjórnmálamanna og eftirtalin fjögur skref voru tekin:

  • SIE sendi út yfirlýsingu um stríðsástandið þann 25. febrúar.
  • Áætlun var virkjuð fyrir átakasvæðið.
  • Fjármunum var veitt úr hamfarasjóði.
  • Tilkynnt kom um fyrstu viðbrögð 28. febrúar. Þegar hafa 10 verkefni verið fjármögnuð.

Gegnum átakið upplifði Carolien gríðarlega samstöðu, seiglu og kraft sem Soroptimistar búa yfir. „Sorores ad optimum“ hugsunin þarf að búa Soroptimista undir næstu skref, sem eru þrautseigja og úthald. Á stríðstímum er eftirtöldum markmiðum Soroptimista ógnað:

  • Að vinna að bættri stöðu kvenna.
  • Að gera háar kröfur til siðgæðis.
  • Að vinna að mannréttindum öllum til handa.
  • Að vinna að jafnrétti, framförum og friði, með alþjóðlegri vináttu og skilningi.

Við erfiðar aðstæður förum við frá því að bæta stöðu kvenna yfir í að bæta stöðu þeirra sem flóttamenn. Konur þurfa stuðning við að byggja upp nýtt líf. Það gæti verið í nýju, framandi umhverfi, eða þær snúa til baka til heimabæjar, þar sem allt er breytt. Nýr veruleiki getur falist í að takast á við missi, sinna nýju starfi, læra nýtt tungumál, leita fyrir sér í framandi samfélagi jafnframt því sem þær þurfa að sigrast á þeim áföllum sem dunið hafa yfir. Til þess að geta aðlagast nýjum aðstæðum í lífinu þurfa þær stuðning. Búum okkur undir að þessi tími verði langur, eftir að stríðinu lýkur. Ég veit að við GETUM, við skulum SÝNA að við GERUM og FRAMKVÆMUM núna.

Undanfarnar vikur hef ég stýrt málum við mjög erfiðar aðstæður, heldur Carolien áfram. Það hafði mér ekki dottið í hug í byrjun árs og heldur ekki hve seigar við erum þegar við sameinum krafta okkar í baráttunni fyrir konur á stríðssvæðum. Hjálpaðu mér. Hjálpum hver annarri í þessu erfiða verkefni. Með fyrir fram þakklæti, Soroptimistar.

Ykkar einlæg Carolien Demey

Forseti SIE 2021 – 2023.