Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars

546cd3b2 b616 64fc 76e5 f749329bffa1

Ávarp Carolien DEMEY, forseta Soroptmistasambands Evrópu (SIE)

Soroptimistar eru alþjóðleg starfsgreinasamtök kvenna. Samt sem áður þegar lykil dagsetningar birtast á dagatalinu s.s. „orange the world“ og alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars, þá beinist athyglin að körlum á marga vegu. Þegar við tölum um ofbeldi gagnvart konum (eitt af fimm áherslusviðum okkar samtaka), tökum við eftir því að við upplifum okkur oft óöruggar í umhverfinu vegna viðmóts og framkomu karlmanna. Soroptimistar bera ábyrgð gagnvart konum víðsvegar um heiminn, þar sem margar þeirra þora ekki að tjá sig vegna þess að því verður svarað með ofbeldi. Í stefnu SIE 2019-2025 er lögð áhersla á menntun og jafnrétti kynjanna. Við þekkjum allar slagorðið „verndaðu dóttur þína“ sem á síðustu árum hefur verið skipt út fyrir „fræddu son þinn“. Aldrei hafa þessi orð verið sannari, þar sem undanfarin misseri höfum við orðið vitni að hneykslismálum um kynferðislega áreitni karla í áberandi stöðum s.s. viðskiptum, íþrótta- og afþreyginariðnaði og varpað ljósi á þá fyrir kynferðislega hegðun sína.

En ekki hafa allir karlmenn þetta viðhorf, mörgum sonum er innprentað að bera virðingu fyrir konum, margir karlar sjá kosti þess að eiga kvenkyns samstarfsmann og meta konur sem jafningja. Það sorglega er að nú á tímum óttast sumir þeirra að litið sé á að þeir séu á rangri braut og að hegðun þeirra geti verið túlkuð á neikæðan hátt. Þetta dregur úr þeirri viðleitni sem konur hafa barist svo hart fyrir. Á alþjóplegum baráttudagi kvenna þann 8. mars fögnum við árangri kvenna á fjölbreyttum sviðum mannlífsins. Minnumst þess með því að bera virðingu fyrir árangri okkar, vinna saman og standa með okkur. Kennum körlum að standa með konum.

Soroptimistasamband Íslands
Hamraborg 10, 200 Kópavogi

 

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Efst á síðu