Skip to main content

Juvenilia - Ungsystur

Árið 2004 var hugmynd að ungkvennasamtökum rædd á fundi þriggja systrasamtaka Austurríkis, Þýskalands og Sviss (Þriggjaþjóðafundur) í Schaffhausen í Sviss.

Á þessum tíma voru starfandi tveir ungkvennaklúbbar í Sviss. Þeir voru stofnaðir af dætrum Soroptimistasystra og þróuðust brátt í samtök kvenna  sem ekki voru ánægðar með stöðu kynsystra sinna í samfélaginu. Gabriele Kössler og Elisabeth Brandl (forseti Austurrísku samtakanna 2004-2006) voru sannfærðar að þetta væri kjörin leið að fylla ungar konur eldmóði Soroptimista-hugsjónarinnar og færðu Austurríki hugmyndina. Árangur þessa varð sá að fyrsti ungsystraklúbburinn var stofnaður 23. september 2006 í Linz og aðrir tveir klúbbar í Vínarborg og Südburgenland.     

Klúbbar þessir nýta sér reynslu, sækja hug og dug í ferskar, nýjar hugmyndir, og leggja traust sitt á kunnáttu og tengslanet „móður“-samtakanna – Alþjóðasamtök soroptimista. Juvenilias, sem nefna má ungsystur á íslensku, er heimilað að sækja ársfund austurríska landssambandsins sem áheyrnarfulltrúar.

Grein þessa má lesa í heild sinni á vef SIE: http://www.soroptimisteurope.org/juvenilia-a-pre-organization-of-soroptimist-international-austria/

Vefsíða Juvenilia (á þýsku): http://www.juvenilia.at/

Þýðing: Ragnhildur Bragadóttir, upplýsingafulltrúi SI