8. mars baráttudagur kvenna 2023

8.mars 23

8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og er einn af þeim dögum sem við Soroptimistar viljum halda á lofti til að vekja athygli á stöðu kvenna um allan heim.  Í ár er athyglinni beint að kynjamisrétti. Samkvæmt yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna er jafnrétti kynja ekki aðeins grunnmannréttindi heldur nauðsynlegur grundvöllur fyrir friðsælli, sjálfbærari og velmegandi heimi. Við erum á réttri leið en erum samt langt frá því að vera komin þangað.  Slagorð Soroptimista  í ár er „Walk in different shoes for gender equality“ sem þýtt hefur verið "Hvar kreppir skórinn"  Hver er staðan hér á landi? Hvar kreppir skórinn?

 • Þrátt fyrir að á Íslandi hafi frá árinu 2009 mælst minnsta kynjabil í heimi samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins ( World Economic Forum) er enn verk að vinna.
 • Kynbundið ofbeldi hefur enn ekki tekist að uppræta en það er talið vera bæði orsök og afleiðing kynjamisréttis.
 • Launamisrétti fyrir sömu störf er enn staðreynd þrátt fyrir að í lögum sé kveðið á um að sömu laun skuli greiða fyrir sömu störf. 

  Göngum í átt til jafnréttis í ósamstæðum skóm til að  minna okkur á að sá hópur sem býr við kynjamisrétti er mjög fjölbreyttur og staða hvers og eins mismunandi s.s. eftir kyni, kynhneigð, kynþætti, aldri, menntun, þjóðerni, fjárhagslegu og félagslegu öryggi. 

 • Að vera í ósamstæðum skóm vekur upp ýmsar vangaveltur og spurningar frá okkur sjálfum og öðrum.

 • Af hverju ertu í ósamstæðum skóm?

 • Til að vekja athygli – og get það, á nóg af pörum

 • Á ekki samstætt par

 • Eiga allir skó

 • Hvert sem vangaveltur og spurningar leiða okkur þá gefst okkur tækifæri til að vekja athygli á baráttudegi kvenna 8. mars og stöðu allra þeirra sem búa við kynjamisrétti.

Stjórn Evrópusambands Soroptimista, í samvinnu við verkefnastjóra þess, hvetur landssambönd og staka klúbba til að taka þátt í átakinu og systur að vera sýnilegar á þessum degi í baráttunni við að ná jafnrétti fyrir alla t.d. með því að:

  • Pósta myndbandi á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum.
  • Upplýsa fjölmiðla.
  • Bjóða öðrum kvennasamtökum, stjórnmálamönnum o.s.frv. að sýna lit með því að vera í ósamstæðum skóm, þann 8. mars næstkomandi.
  • Að vekja athygli á deginum í sínu bæjar- og sveitarfélagi og/eða nærumhverfi t.d. með blaðagreinum í bæjarblöðin.
  • Systur eru jafnframt hvattar til að taka myndir/myndbönd af sér að ganga í ósamstæðum skóm og setja á samfélagsmiðla þann 8. mars og
Soroptimistasamband Íslands
Hamraborg 10, 200 Kópavogi

 

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Efst á síðu