Skip to main content

Leiðtoganámskeið á vegum Landssambands Frakka

Í septemberhefti Link var sagt frá verkefni sem Bernadette Schmitt Landssambandsforseti soroptimista í Frakklandi stóð fyrir.  Ekki ólíkt SNLA verkefninu sem íslenskir soroptimistar stóðu fyrir í sumar á Bifröst. Franska verkefnið fólst í því að halda leiðtoganámskeið sem var haldið nú í sumar í Frakklandi. Námskeiðið var fyrir ungar konur á aldrinum 22 – 28 ára sem voru að mismunandi þjóðerni. Skipuð voru þverfagleg teymi til að undirbúa viðburðinn, þar sem verkefnum var skipt niður á teymi, sum sáu um að velja fyrirlesara, önnur fjárhagshliðina og umsóknir um styrki, önnur voru að skipulegga gistingu og veitingar, ritarateymi var búið til að stjórna samskiptum við klúbbana og þátttakendur og síðan samskiptateymi til að hanna og miðla skilaboðum.

Var stúlkunum boðið uppá mismunandi vinnustofur til að efla þeirra leiðtogahæfileika. Lesa má meira um þetta verkefni hér.

 Capture