Kæru systur !
Til þess að geta opnað verkfærakistuna þurfið þið að vera innskráðar.
Ef þið ætlið að sækja efnið, smellið á viðeigandi myndir/texta. Þegar innihaldið birtist þurfið þið að hægri smella og velja "Save as" til að hlaða gögnunum niður á ykkar vélar.
Sniðmátin koma hins vegar beint í download glugga.
16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi, ,,Roðagyllum heiminn“, sem verður dagana 25. nóvember til 10. desember, er að þessu sinni beint að forvörnum og fræðslu. Kjósa Soroptimistar að kalla það ,,Þekktu rauðu ljósin, Soroptimistar hafna ofbeldi”.
Hér í verkfærakistunni eru veggspjöld og spjöld með fræðslu um hvað einkennir hinar ýmsu hliðar kynbundins ofbeldis. Einnig bréf til verkefnastjóra og stuttur kynningartexta sem klúbbar geta notað til að kynna 16 daga átakið.
Fyrir nokkrum árum styrktu Soroptimistar Bjarkarhlíð í að setja pólskan texta við myndbönd sem fengu heitin ,,Þekktu rauðu ljósin” og má finna þau ásamt nokkrum öðrum ef opnaður er flipi á forsíðunni, Þekktu rauðu ljósin. Myndböndin er flest textuð með íslenskum, enskum og pólskum texta.
Spjöld og myndbönd munu birtast á fésbókarsíðu Soroptimista þá daga sem átakið stendur yfir og er klúbbum og systrum frjálst að setja efnið inn á sínar síður.
QR kóðinn á spjöldunum vísar inn á vefinn okkar. Rétt er að minna á 112.is en þar er að finna miklar upplýsingar sem vert er að kynna sér og vekja athygli á.
PDF til útprentunar