Hvítskýrslur

Hvít skýrsla (White Paper) er stjórnvaldsskýrsla eða leiðbeiningar sem upplýsa lesendur í fáum orðum um flókið málefni og kynnir grundvallaratriði þess máls. Þeim er ætlað að aðstoða lesendur við að skilja málefni, leysa vanda, eða taka ákvörðun.

 

Heimilisofbeldi áhyggjuefni vinnustaðar

Ameríkusamband Soroptimista (Soroptimist International of the Americas), sem vinnur að því að bæta líf kvenna og stúlkna, hvar sem þær eru staðsettar í samfélaginu og í heiminum, rannsaka málefni heimilisofbeldis á vinnustaðnum í þessari Hvítskýrslu. Þegar konu er misþyrmt af nánum aðila þá skilur hún misþyrminguna ekki eftir þegar hún leggur af stað að heiman. Ofbeldismenn sýna fórnarlömbum sínum áreitni á vinnustað gegnum síma, eða tölvupóst, eða þeir birtast á vinnustaðnum til að áreita fórnarlömb sín og vinnufélaga þeirra. Þessar kringumstæður geta valdið gífurlegum fjárhagerfiðleikum fyrir vinnuveitanda og skapað fórnarlambinu og vinnufélögum þess hættulegt umhverfi. Fyrirtæki ættu að ástunda forvarnir, og hafa stefnuskrá til reiðu, til að fást við heimilisofbeldi á vinnustað, sem og að halda uppi almennri árvekni um heimilisofbeldi, og kenna starfsmönnum að þekkja ummerki, og rétta fórnarlömbum hjálparhönd.

Hlaðið niður Hvítskýrslu hér:

Domestic Violence as a Workplace Concern

 

Að setja stúlkur í forsæti

Í þessari Hvítskýrslu rannsakar Ameríkusamband Soroptimista, sem vinnur að því að bæta líf kvenna og stúlkna heima og að heiman, áhyggjuefni er varðar nútímatelpur, bæði í þróuðu löndunum sem og vanþróuðu. Enda þótt öll börn séu berskjölduð af ýmsum ástæðum og verðskulda grunnvallarmannréttindi þá hefja telpur lífsgöngu sína með einstæða fötlun í farteski – kynjamisrétti. Afleiðingar þessa kynjaójafnvægis á heimsvísu eru orsök margra tálmana sem telpur mæta, þar með talið: fátækt, sjúkdómar, ofbeldi, og skortur á aðgengi að menntun. Úrslitin eru þau að stúlkur mega reyna þessar vanefndir á mannréttindum gegnum alla sína bernsku og fram á fullorðinsár. Þessi hvítskýrsla ígrundar þrjú grunnsvæði þar sem stúlkur standa andspænis kerfisbundnu kynjaójafnvægi: menntun, heilsa og ofbeldi. Hvítskjalið lýkur á kafla um réttindi stúlkna og hvernig skal berjast fyrir þessum réttindum svo til farsælla lykta leiði. Því til að uppræta í raun allar gerðir mismununar og ofbeldis gegn stúlkum, er aðgerða þörf á öllum stigum ríkisstjórna og samfélags.

Hlaðið niður Hvítskýrslu hér:

Putting Girls First

 

Ofbeldi í parasamböndum unglinga

Í þessari Hvítskýrslu rannsakar Ameríkusamband Soroptimista, sem vinnur að því að bæta líf kvenna og stúlkna heima og að heiman, ofbeldi í parasamböndum unglinga. Að fara á stefnumót og eiga í nánu sambandi er eðlilegur hluti margra unglinga við að þroskast. Samt sem áður mynda unglingar iðulega sitt fyrsta ástarsamband án glöggs skilnings hvað sé heilbrigt og óheilbrigt samband. Afleiðingin er sú að þau eru sérstaklega berskjölduð fyrir því að verða skotmörk misnotkunar í sambandi. 57% táninga þekkja einhvern í parasambandi, sem hefur verið hrottafenginn í orðræðu, líkamlega eða kynferðislega. Aukinheldur eru konur á aldrinum 16-24 ára viðkvæmari fyrir ofbeldi náins vinar en nokkur annar hópur. Þó að mynstur og merki ofbeldisfullra parasambanda eigi til að spegla þau sem birtast í ofbeldissamböndum fullorðinna, þá eru nokkur einstæð atriði sem unglingar horfast í augu við. Þessi Hvítskýrsla rannsakar þessi sérstöku málefni, eins og þau snerta þá þætti, sem hafa áhrif á ofbeldi í unglingasamböndum, sem og afleiðingar þeirra. Skýrslan tekur einnig á þeim sérstöku hindrunum sem táningar standa frammi fyrir, þegar þeir leita sér hjálpar og/eða ákveða að enda ofbeldisfullt samband.

Hlaðið niður Hvítskýrslu hér:

Teen Dating Violence

 

Hin nýja ásýnd þrældóms

Ameríkusamband Soroptimista, sem vinnur að því að bæta líf kvenna og stúlkna heima og að heiman, rannsakar málefni mansals á konum og stúlkum í þessum Hvítskýrslu. Þrælasala felur í sér valdbeitingu og svik með því að konur og stúlkur eru þvingaðar í kynlífsstörf í heimalandi, eða eru fluttar með nauðung til annarra landa. Þrátt fyrir að fátækt er sameiginleg taug milli nærri allra fórnarlamba mansals, er það kynjamisrétti sem kyndir undir mansali. Þeirri kröfu að karlar greiði konum og stúlkum fyrir kynlíf, þarf að taka á af festu, svo þessi tegund ánauðar taki einhvern tíma enda. Þessi Hvítskýrsla rannsakar hið flókna málefni mansals, m.a. áhrif þess á fórnalömb og samfélagið sem heild.

Hlaðið niður Hvítskýrslu hér:

The New Face of Slavery