Menntun valdeflir

Menntun gerir konum og stúlkum kleift að skilja mátt sinn, koma færni sinni í framkvæmd og framfleyta sér sjálfar. Hún auðveldar konum og börnum að ástunda nám alla lífsíð sína og er tækifæri til að uppræta og koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum, sjá hér.

Soroptimistar koma þúsundum verkefna í framkvæmd sem styðja við menntun eða þá útvega starfsþjálfun. Og á einu ári veitir Evrópusamtök Soroptimista 1600 skólastyrki til kvenna og telpna.

Hvað geta Soroptmistar gert? 

Í næstum öld hafa Soroptimistar unnið að því að uppræta ofbeldi gegn konum og telpum og tryggja þátttöku kvenna í lausn ágreinings.......

Við önnumst framkvæmd á verkefnum um viðbrögð, tálmum og útrýmum ofbeldi gegn konum um víða veröld. Ártak okkar tekur til þess að byggja skýli, aðstoða fórnarlömb ofbeldis, útvega ráðgjöf, veita þjónustu, hafa áhrif á bætta framkvæmdaáætlun forvarna og stefnumála og vekja athygli á þessu vandamáli.
Mörk verkefna okkar eru stjórnað í samvinnu við bæjar- og ríkisstjórnir, þá sem marka stefnu og önnur samtök/stofnanir sem vinna að útrýmingu ofbeldis gegn konum með síendurbættri forvörn og viðbragðaáætlun og efnisvali.

Þannig að þarfir klúbba er breytilegar eftir heimshlutum. Verkefni Soroptimista taka á sig ýmsar myndir. Að því sögðu, þá markast verkefni Soroptimista af þremur sameiginlegum einkennum:

  • Við nálgumst þörfina á staðnum.
  • Við erum skipulögð og framkvæmum á staðnum
  • Megin tilgangur okkar er að betrumbæta kjör kvenna og telpna.

Á hverju ári móta Soroptimistar verkefni, safna í sarpinn og koma í verk þúsundum áforma sem koma konum og telpum til góða í samfélögum þeirra.