ALLSHERJARRÖDD fyrir konur

Konur, vatn og forysta

Ákall forseta Alþjóðafélags Soroptimista

soro allsherjarrodd

 

Ákall forseta Alþjóðafélags Soroptimista fyrir tvíæringinn 2017-2019 leitast við að sameina hin fjögur heimshlutasambönd Soroptimista og meðlimi þeirra, 75 þús. talsins, víðvegar um heiminn, í eina allsherjar rödd kvenna í því augnamiði að auka vitund um hið brýna hlutverk kvenna sem jafningja karla á öllum sviðum í vatnsgeiranum. Að konur séu meðtaldar og sjálfbærni eru höfuðatriði Sjálfbærni- þróunarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna (SDG).

 Vatn er lífgjafi

Áhættulaust, aðgengilegt vatn er ómetanlegt til að viðhalda lífi. Vatn er er orkugjafi líkama okkar, þrífur heimili og klæði, knýr iðnað, skapar orku, og er áveita uppskerunni sem fæðir fjöldann.

Vöxtur með þjóðum heims og iðnvæðing, ásamt loftslagsbreytingum og lýðfræðilegum fólksflutningum, leiðir allt til aukinnar kröfu um vatn.
Fjórir milljarðar manna mega þola árlega vægðarlausan vatnsskort. Konur og ungar stúlkur eru hlutfallslega verst settar. Í stað þess að afla tekna og sækja skóla, þá eru þær helstu vatnsberar fjölskyldna sinna.

Vatn og konur

Þrátt fyrir óvefengjanleg skref sem tekin hafa verið á liðnum áratugum, þá er mikilsvert framlag kvenna í vatnsþróun að mestu ónýtt, og heftir hagfræðilega valdeflingu kvenna. Af milljónum launaðra starfa í vatnsgeiranum um heim allan, þá eru um þessar mundir færri en 17% starfa setin konum.

Konur ættu að vera sýnilegri í vatnsstjórnun. Sérfræðiþekking þeirra, ef virkjuð með menntun og valdeflingu, gæti staðsett fleiri konur sem farsæla leiðtoga.

Verkefni

Ákall forseta mun stuðla að því að reiknað verði með konum í stjórn þeirrar auðlindar sem vatnið er, þá sem sérfræðingar og leiðtogar gegnum alla ferla verkefnanna, fyrr tilstuðlan menntunar og færniþjálfunar, frá frumdrögum til framkvæmda og eftirlits.

Að minnsta kosti fimm verkefni verða styrkt í fimm heimsálfum sem mennta, efla og virkja konur og stúlkur til að leiða verk í vatni, og sem felur í sér sjálfbærniþróunarmarkmið SÞ og takmörk þau sem var lagt upp með í SDG 6: Vatn og hreinlæti, sem og SDG 4: Menntun og SDG 5: Jafnrétti kynjanna

Markmiðið er að safna að minnsta kosti 350.000 pundum þessi tvö ár. Verkefnið mun valdefla að minnsta kosti 500 konur til að vera sjálfbjarga fyrir tilstuðlan vatnsverkefna. Neysluhæfu og öruggu vatni og almennri heilsugæslu verður viðhaldið með starfsþjálfun og útvegað verður aðgengi að verkfræðitækni til handa konum. Um það bil hundrað konur verða virkjaðar til þátttöku og menntaðar til að taka forystu.

Að bæta aðgengi að upplýsingum um jarðyrkju, hreina orku og vatn með það fyrir augum að öðlast betra fæðuöryggi til handa 500 kvenbændum í Keníu í Afríku er fyrsta verkefnið í Ákalli forseta sem styrkt er. 70% bænda í Keníu eru bændur sem afla fæðu einungis til lífsviðurværis og eru 60% þeirra konur. Þetta verkefni mun tryggja að kvenbændur muni hafa viðunandi fæðu, muni læra nýja iðn og muni öðlast aðgengi að tækni til að koma afurðum sínum í verð. Þetta mun leiða þær úr fátæktargildrunni.

Fleiri upplýsingar um hvernig má styðja/styrkja þessa mikilvægu starfsemi og hvernig skal láta fé af hendi rakna, gerið svo vel og hafið samband við formann Ákalls SI: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Soroptimistar mennta, efla og virkja fyrir atbeina vatns.