Prenta 

Soroptimistaklúbbur Kópavogs gefur bónuskort

Kópavogsklúbburinn hefur undanfarin ár fært efnaminni fjölskyldum og fólki sem á um sárt að binda í Kópavogi bónuskort að ákveðinni upphæð sem prestar í öllum kirkjum Kópavogs hafa séð um að koma í hendur þeirra sem verulega þurfa á aðstoð að halda. Sömuleiðis hafa þær ungu stúlkur sem Kópavogssystur hafa styrkt til sjálfshjálpar í vetur í samvinnu við Velferðarsvið Kópavogsbæjar fengið afhent bónuskort rétt fyrir jól.

Í desember s.l. gaf klúbburinn 30 bónuskort að upphæð samtals 450.000,- . sem Velferðarsvið Kópavogs sá um að afhenda ungu stúlkunum sem tóku þátt í sjálfstyrkingarnámskeiði á vegum klúbbsins og Sigurður Arnarson prestur í Kópavogskirkju dreifið jafnt til kirkjanna í Kópavogi sem síðan sáu um að koma í hendur skjólstæðinga sinna.

Þess má sérstaklega geta hér að Bónus gefur höfðinglega 50% á móti hverju bónuskorti sem keypt er af þeim í þessum tilgangi. Þetta gera þeir að eigin frumkvæði og er það ekki sjálfgefið og afar þakkarvert.

Hluti af velferðarsviði Kópavogsbæjar tekur við kortum til þeirra 7 stúlkna sem sóttu sjálfstyrkingar- námskeið á vegum Kópavogsklúbbsins:

Velferdasvid

Frá vinstri: Elín Ólafsdóttir, Herdís Björnsdóttir, Elín Thelma Róbertsdóttir og Herdís Þóra Snorradóttir

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Önnu Hugrúnu Jónasdóttur til vinstri og Hólmfríði Pálsdóttur frá Kópavogsklúbbi ásamt Sigurði Arnarsyni presti i Kópavogskirkju

sem tók á móti bónuskortunum fyrir hönd prestanna í kirkjum Kópavogsbæjar sem síðan sáu um að koma þeim í hendur þurfandi skjólstæðinga sinna.

Bonuskort kopavogur