Hvernig bregðast skal við kynbundinni áreitni

Í löndum Evrópusambandsins hafa ekki færri en 45-55% kvenna orðið fyrir kynbundinni áreitni frá 15 ára aldri. Að undanförnu hefur #metoo-herferðin á samfélagsmiðlum, og aukning nýrra birtingamynda ofbeldis, svo sem net-áreitis, sýnt samfellda siðblindu þessa ömurlega fyrirbæris.

Samkvæmt Evrópuráðinu er kynbundið áreiti skilgreint sem „óvelkomið orðbragð, látbragð eða líkamleg snerting af kynferðislegum toga í hvaða mynd sem er, viðhöfð í þeim tilgangi að óvirða mannhelgi viðkomandi, einkum þar sem skapað er umhverfi eða ytri aðstæður sem eru ógnvekjandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða óþægilegar.“

Soroptimistar Evrópu fordæma eindregið þessa valdbeitingu gegn konum; ofbeldi sem getur skaðað geigvænlega sjálfsálit kvenna og þá sjálfsvirðingu.

Vinnustaðurinn er ein lykilstaðsetning þar sem kynferðisleg áreitni verður til. SIE, sem er vefsíða helguð fagmennsku, stefnir að því að vekja athygli á þessu málefni, berjast gegn því og verja fórnarlömb.

Hvernig skal bregðast við kynferðislegri áreitni?

Ef þú verður fyrir kynferðislegri áreitni, beint eða óbeint, þá eru hér nokkur ráð um hvernig skal bregðast við:

  • Skráðu hjá þér allar staðreyndir málsins.
  • Trúðu einhverjum fyrir málinu, einhverjum sem þú treystir (vinum, fjölskyldu, eða stuðningshópi).
  • Leitaðu ráða hjá lækni og/eða sálfræðingi. Þessir aðilar munu hjálpa þér að yfirbuga sektartilfinningu og/eða skömm, og öðlast sjálfstraust.
  • Sæktu styrk til sérhæfðra samtaka. Þar er veitt ráðgjöf sem og stuðningur um hvað skal taka til bragðs.
  • Ef mögulegt, skaltu hefja rannsókn. Oft hefur hrellirinn leitaða á önnur fórnarlömb, svo þú ert ekki ein, og aðrar konur geta vitnað um sína reynslu.
  • Ef áreitnin verður til í vinnuumhverfi, skoðaðu starfshandbók vinnustaðarins eða spurðu yfirboðara þinn hvort til staðar séu starfsreglur um hvernig skal tilkynna áreitni, og hvort hlutlaus starfsmaður sé til taks til að tilkynna það. Geri vinnustaður þinn engar ráðstafanir í kjölfarið, þá er það ólöglegt og þú ættir að íhuga að leggja fram kæru. Leitaðu álits sérfræðings áður en þú gerir það.

Með því að kæra, verðurðu næsta fórnarlambi að liði. Annað fórnarlamb hefur ef til vill þegar orðið þér að liði með því að hafa áður kært.

Upprunalegu greinina má finna hér:

How to react to sexual harassment