SI með 4 webinar í nóvember 2017

SI (Soroptimist International) mun halda 4 Webinar í nóvember. Webinar eru námskeið sem haldin eru á Internetinu. Konur þurfa að skrá þátttöku, en upplýsingar um námskeiðin og hvernig á að skrá sig má nálgast hér.
 
Fyrri tvö námskeiðin fjalla um þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 5 - Jafnrétti, og nr. 6 - Vatnsauðlindin. Þau námskeið verða haldin 11 og 12 nóvember. Seinni tvö námskeiðin fjalla um forsetaverkefnið og verða haldin 25 og 26 nóvember. Hafdís mun halda fyrra námskeiðið og hafa það í svipuðum dúr og hún var með á haustfundinum, en Mariet Verhoef-Cohen mun halda seinna námskeiðið.
 
Nánari upplýsingar veitir Hafdís Karlsdóttir, aðstoðarverkefnastjóri SI