Norrænt samstarf - Leadership Academy (SNLA)

Samstarf er nú komið á milli Norðurlandanna um verkefni sem felst í að halda leiðtoganámskeið fyrir ungar stúlkur á aldrinum 18 - 30 ára.

Svíar tóku að sér að halda fyrsta námskeiðið sem verður í lok júní 2017. Þeir sáu einnig um að sækja um styrki í nafni aðildarlandanna og á stjórnarfundi SIÍ í apríl var samþykkt að vera með Norðurlöndunum og finna þátttakendur og mun SIÍ leggja út fyrir fargjaldi til Kalmar í Svíþjóð þar sem sænskar Soroptimistasystur taka við
stúlkunum. Í maí verður fundað með sænsku undirbúningsnefndinni og umsækjendum til að meta hvort þeir uppfylli skilyrðin sem sett eru.

Þar sem fyrivari er stuttur hefur stjórn SIÍ tekið að sér að finna tvær til þrjár stúlkur og kosta það sem þarf úr verkefnasjóði. Reiknað er með að verkefnið verði að árlegum viðburði sem gengur á milli norðurlandanna fimm. Klúbbar eru hvattir til að reyna að finna stúlku í þeirra nærumhverfi, sem uppfyllir skilyrðin. Hvert land getur sent fjórar til fimm stúlkur.

Skilyrði fyrir umsókn eru eftirfarandi:

  • Stúlkurnar séu á aldrinum 18-30 ára
  • Hafi mjög góða enskukunnáttu og gjarnan af erlendu bergi brotnar
  • Séu í eða hafi lokið háskólanámi
  • Hafi áhuga á að efla leiðtogahæfileika sína
  • Hafi gengt ábyrgðarstöðu í námi eða vinnu

Nánari upplýsingar er að finna hér og senda skal umsóknir og/eða fyrirspurnir til Laufeyjar forseta SIÍ ( This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ) eða Eyrúnar Svövu aðstoðarverkefnastjóra ( This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ) fyrir lok apríl 2017 eða sem allra fyrst þar sem fyrirvari er stuttur.

Einnig er viðbótarupplýsingar að finna á slóðinni: https://www.soroptimistsweden.se/upload/files/SNLA/2017/Call%20for%20participants%20SNLA%202017.pdf