Stofnhátíð Soroptimistaklúbbs  Tröllaskaga   17. október 2015

Laugardaginn 17.október s.l. var stofnfundur og vígsluhátíð Soroptimistaklúbbs Tröllaskaga.

Tröllaskagi fundur     

Jónína Magnúsdóttir formaður hins nýja klúbbs á á  Tröllaskaga veitti viðtöku stofnskjali klúbbsins úr hendi  Sigrid Ag fyrsta varaforseta SIE.  Hún var fulltrúi Evrópusambands Soroptimista  og kom til Íslands til að vígja klúbbinn. 

Tröllask. stofnskrá

 

Mikill undirbúningur hefur verið síðustu tvö árin vegna stofnunar klúbbsins og þann 9. mars sl. var mynduð starfsstjórn undir stjórn Jónínu Magnúsdóttur

Margrét Eyfells og Ragnheiður Stefánsdóttir báðar í Akureyrarklúbbi eru í útbreiðslunefnd SIÍ og unnu mikið starf við stofnun klúbbsins við Tröllaskaga, að ógleymdri  Evelyn Kuhne, Skagafjarðarklúbbi, fyrrverandi formanni útbreiðslunefndar sem vann ótrauð með þeim við undirbúning að stofnun klúbbsins. Evelyn er guðmóðir klúbbsins á Tröllaskaga.

 

Tröllask systur     

 

 Tröllask. sys

Við systur fögnum hinum nýju systrum okkar og óskum þeim velfarnaðar í starfi. Nú  eru Soroptimistar orðnir rétt um 600  í 19 klúbbum víðsvegar um landið.

Tröllask háborð

Á vígsluhátíðinni voru mættar systur  frá flestum klúbbum landsins og nutu gestrisni  og samveru í fallegu veðri.

Hátíðarhöldin fóru vel og skipulega fram og voru meðlimum hins nýja klúbbs til mikils sóma.