Prenta 

NÝR ALÞJÓÐAFORSETI 2015-2017

yvonneweb

Yvonne Simpson frá Suðvestur Kyrrahafssambandinu tekur við sem nýr alþjóðaforseti fyrir tímabilið 2015-2017. Yvonne sem verið hefur Soroptimisti í Westland klúbbnum á Nýja Sjálandi frá 1996 tekur við af Ann Garvie frá Skotlandi. Yvonne fór til Bosniu 2004 vegna verkefnavinnu Soroptimista og hreifst mjög af því starfi sem þar fór fram og hefur síðan einbeitt sér að verkefnum til að gera líf kvenna og ungra stúlkna betra. Yvonne átti stóran þátt í verkefninu sem Suðvestur Kyrrahafssambandið stóð fyrir „Birthing in the Pacific“.

Í atvinnulífinu hefur Yvonne beitt sér fyrir því að ungt námsfólk nái sínum markmiðum og hún hefur einnig mikla reynslu af menntun eldri borgara.
Hennar framtíðarsýn fyrir Soroptimistasamtökin er að þau séu lifandi og kraftmikil þar sem ungar konur í atvinnulífinu hafa löngun til að vera með og láta gott af sér leiða.

Lesa má meira um Yvonne hér á vef Alþjóðasambands Soroptimista