Ferðavika Soroptimista á Ítalíu 18-25 júlí 2015

Soroptimistaklúbburinn Lipari-Isole Eolie sem er klúbbur staðsettur á eyjunni Lipari (líparít) býður Soroptimistum í ferðalag um eyjarnar norður af Sikiley en þær eru kallaðar Aeolian eyjarnar eða Isole Eolie á frummálinu. Siglt verður til Lipari, Vulcano, Panarea, Salina og Stromboli og verða skoðunarferðir og bátsferðir og ýmis skemmtun dagana 18.-25. júlí 2015.

Þátttakan takmarkast við 50 manns en best er að bóka sem allra fyrst þvi fyrstur kemur fyrstur fær. Í boði er sjö daga ferð fyrir 480 evrur og fjögurra daga ferð fyrir 300 evrur.

Nánari upplýsingar og skráningareyðublöð hér