HVERNIG ÆTLAR ÞÚ Að LITA HEIMINN?

25. nóvember er alþjóðlegur dagur sem stendur fyrir útrýmingu ofbeldis gegn konum.

Nk. sunnudag, 25. nóvember, hefst hið árlega 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi á alþjóðlegum baráttudegi SÞ gegn ofbeldi, staðfestur í mannréttindayfirlýsingunni. Átak þetta nær hámarki sínu mánudaginn 10. desember, Mannréttindadeginum.

Hvernig hyggst þú sveipa veröldina rauðgulu?

Þessi barátta, einnig þekkt sem, Sveipaðu veröldina rauðgulu, Orange the World, notar rauðgula litinn sem sameinandi lit í öllum sínum aðgerðum. Litur þessi táknar bjartari framtíð, lausa við ofbeldi gegn konum og telpum.

Meðan á þessum 16 dögum stendur er siðað samfélag hvatt til að lita veröldina rauðgula með athöfnum sem miða að vitundarvakningu, og því að eyða ofbeldi gegn konum. Allir klúbbar soroptimista samtakanna eru hvattir til að hefja slíkar aðgerðir, sem og taka þátt í þeim.

Hér koma nokkrar hugvitsamlegar leiðir fyrir klúbb þinn til að styðja við baráttuna!

Skoðaðu:

Virkni gegn kynbundnu ofbeldi