Project Sierra – A Family and a Future 2007-2011

Verkefnið var unnið í Sierra Leone í Vestur-Afríku í samstarfi við Hope and Homes for Children. Sierra Leone búar voru að byggja upp landið eftir margra ára stríðsátök og gekk verkefnið út á að styðja þá einstaklinga sem búa við hvað mesta örbirgð og veita þeim m.a. menntun og heilsugæsluþjónustu. Sjónum var beint að ungum einstæðum mæðrum, sem urðu fórnarlömb kynlífsþrælkunar í stríðinu, götubörnum yngri er 12 ára og fjölskyldum þar sem hætta var á upplausn vegna fátæktar.

Bréf nr. 4 frá fóstru "Project Sierra" dagsett 14. apríl 2010 (pdf-skjal)
Bréf nr. 3 frá fóstru "Project Sierra" dagsett 7. maí 2009 (pdf-skjal)
Bréf nr. 2 frá fóstru "Project Sierra" dagsett 10. febrúar 2009 (pdf-skjal)

Verkefnið var ætlað að hjálpa konum og börnum sem orðið hafa illa úti vegna styrjaldar. Kristín Norðfjörð var fóstra verkefnisins á Íslandi og í meðfylgjandi bréfi hvetur hún klúbba til að tilnefna tengiliði við verkefnið. Einnig býðst hún til að koma í klúbba og kynna verkefnið. Í bréfinu ræðir hún enn fremur um hugmynd að gjafabréfum.

Bréf nr. 1 frá fóstru "Project Sierra" dagsett 30. október 2008 (pdf-skjal)