Ragnheiður fráfarandi ritari og Laufey fráfarandi forseti
Ingibjörg Jónasdóttir forseti ásamt Valgerði ritara SIÍ
Landssambandsfundur 2018, Akranesi
40 ára afmæli Kópavogsklúbbs
Ingunn Ásdis, Mjöll og Þóra, fyrrverandi forsetar
Nýr klúbbur vígður á Tröllaskaga 2015, Jónína fyrsti formaður til hægri
Stofnfélagar Kópavogsklúbbs
Hrafnhildur, Hafdís og Hildur, Kópavogsklúbbi
Vigdís, Þóra, Hólmfríður, Snjólaug, Guðrún Erla og Erla
Norrænir vinadagar í Finnlandi
Kristín, Þorbjörg, Guðrún Erla og Hildur
Austurlandssystur
Golfsystur
Ritarar landssambandsfunds 2018
Göngusystur
Akureyrarsystur
Í Heiðmerkurlundi
Landssambandsfundur 2017, Alma, Þóra, Signý

Gönguhópur systra í Bakka- og Seljaklúbbi

gonguhopur-bakkar-og-sel minniUm miðjan október tók til starfa gönguhópur systra í Soroptimistaklúbbi Bakka og Selja í þeim tilgangi að hittast í gleði og sækja sér kraft ííslenska náttúru.  Við hittumst einu sinni í viku á mánudögum kl. 17:00 stundvíslega og njótum þess að vera saman.  Upphafsstaður göngunnar er mjög fjölbreyttur og á myndinni má sjá fríðan hóp systra eftir göngu í Öskjuhlíðinni.  Engin er skyldug að koma en haldið er utan um mætingar til fróðleiks og gamans.

Kveikjan að þessum gönguklúbbi var sú nauðsyn sem er fyrir allar heilbrigðar konur að laga lífsstíl sinn að hreyfingu.  Við vitum að ef við höfum ekki tíma fyrir heilsuna í dag, þá hefur hún ekki tíma fyrir okkur á morgun.