Ragnheiður fráfarandi ritari og Laufey fráfarandi forseti
Ingibjörg Jónasdóttir forseti ásamt Valgerði ritara SIÍ
Landssambandsfundur 2018, Akranesi
40 ára afmæli Kópavogsklúbbs
Ingunn Ásdis, Mjöll og Þóra, fyrrverandi forsetar
Nýr klúbbur vígður á Tröllaskaga 2015, Jónína fyrsti formaður til hægri
Stofnfélagar Kópavogsklúbbs
Hrafnhildur, Hafdís og Hildur, Kópavogsklúbbi
Vigdís, Þóra, Hólmfríður, Snjólaug, Guðrún Erla og Erla
Norrænir vinadagar í Finnlandi
Kristín, Þorbjörg, Guðrún Erla og Hildur
Austurlandssystur
Golfsystur
Ritarar landssambandsfunds 2018
Göngusystur
Akureyrarsystur
Í Heiðmerkurlundi
Landssambandsfundur 2017, Alma, Þóra, Signý

Klúbbar á Norðurlandi heimsækja Austurland

heimokn austurlandmÞað hefur verið árlegur viðburður mörg undanfarin ár að fyrstu helgina í september hittist systur af Norður- og Austurlandi. Að þessu sinni sá Austurlandsklúbburinn um skipulagningu. Aðalsamverustaðurinn var í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum, þar gistu Húsavíkursystur en í sumarhúsunum á Eiðum voru Skagafjarðar og Akureyrarsystur auk þriggja tilvonandi systra úr klúbbnum Við Húnaflóa sem stofnaður verður 5. nóvember nk.

Við fórum saman í rútubíl yfir Fjarðarheiði á Seyðisfjörð þar sem fundur var settur í Félgasheimilinu, borðuðum, sungum og hlýddum á fyrirlestur um TAK Tengslanet austfirskra kvenna, gerðum jógaæfingar, skoðuðum Skaftfell, Bláu krikjuna, og fórum á ótal handverks-og listmunamarkaði ásamt því að horfa á öll þau fallegu hús sem gerð hafa verið upp og prýða bæinn.

Að endingu skoðuðum við Fjarðarselsvirkjun sem er elsta starfandi vatnsaflsvirkjun á landinu frá 1913 og þar beið okkar óvæntur glaðningur í föstu og fljótandi formi. Eftir að hafa ekið til baka yfir á Eiðar fóru systur að klæða sig í spariskóna og gera sig tilbúnar fyrir veisluhöld kvöldsins sem stóðu langt fram á nótt og enduðu með dvínandi dansi.


Ekki þótti Austurlandssystrum nóg komið af góðgerðunum því á sunnudeginum buðu þær til dögurðar þar sem borðin svignuðu enn og aftur undan kræsingum þeim sem þær af alúð og hlýju höfðu undirbúið fyrir okkur.
Verður þessi ferð ógleymanleg og sendum við alúðarkveðjur og þakklæti til systra á Austurlandi.

Sigríður Ágústsdóttir