Ragnheiður fráfarandi ritari og Laufey fráfarandi forseti
Ingibjörg Jónasdóttir forseti ásamt Valgerði ritara SIÍ
Landssambandsfundur 2018, Akranesi
40 ára afmæli Kópavogsklúbbs
Ingunn Ásdis, Mjöll og Þóra, fyrrverandi forsetar
Nýr klúbbur vígður á Tröllaskaga 2015, Jónína fyrsti formaður til hægri
Stofnfélagar Kópavogsklúbbs
Hrafnhildur, Hafdís og Hildur, Kópavogsklúbbi
Vigdís, Þóra, Hólmfríður, Snjólaug, Guðrún Erla og Erla
Norrænir vinadagar í Finnlandi
Kristín, Þorbjörg, Guðrún Erla og Hildur
Austurlandssystur
Golfsystur
Ritarar landssambandsfunds 2018
Göngusystur
Akureyrarsystur
Í Heiðmerkurlundi
Landssambandsfundur 2017, Alma, Þóra, Signý

Friðaryfirlýsing Alþjóðasambands Soroptimista

Við erum konur og málsvarar kvenna.

Við erum frá mörgum ólíkum löndum, af mismunandi litarhætti, trúarbrögðum og kynþáttum en í sameiningu fögnum við fjölbreytni okkar.

Við sameinumst í því markmiði að flytja friðarboðskap til allra kvenna í heiminum.

fridaryfirlysing rullaSkjalið með þessari yfirlýsingu okkar er bundið saman með borða sem er tákn vináttubanda þeirra sem tengja okkur sem félaga í Alþjóðasambandi Soroptimista og hann minnir okkur á að sú aðild leggur á okkur þá ábyrgð að standa vörð um frelsi og að vera friðflytjendur.

Við sjáum fyrir okkur heim þar sem umburðarlyndi, sættir, samvinna og samstaða verða raunveruleiki.

Við heitum að vinna að heimi þar sem:

  • mannréttindi allra eru virt
  • konum sem standa höllum fæti vegna kynferðis, vanheilsu eða félagslegrar útskúfunar bjóðast jöfn tækifæri við aðra
  • allar stúlkur eiga aðgang að menntun
  • sigur hefur unnist á fátækt og sjúkdómum
  • allar þjóðir búa við öruggt og heilbrigt umhverfi
  • við leggjum öll okkar skerf til friðar og hagsældar mannkyns með því að rækta anda friðar, hvetja til friðarfræðslu og styðja friðarmenningu.

Friður er það markmið sem sameinar okkur.

Friðaryfirlýsing Alþjóðasambands Soroptimista var gefin út á síðasta degi alþjóðaráðstefnu Soroptimista í Glasgow, 2. ágúst 2007 en dagurinn var helgaður friði. Soroptimistasystur lásu friðaryfirlýsinguna einum rómi úti undir beru lofti svo úr varð margradda friðarákall.

Steinunn Einarsdóttir Seltjarnarnessklúbbi þýddi skjalið úr ensku.

women for peace 270px