Ragnheiður fráfarandi ritari og Laufey fráfarandi forseti
Ingibjörg Jónasdóttir forseti ásamt Valgerði ritara SIÍ
Landssambandsfundur 2018, Akranesi
40 ára afmæli Kópavogsklúbbs
Ingunn Ásdis, Mjöll og Þóra, fyrrverandi forsetar
Nýr klúbbur vígður á Tröllaskaga 2015, Jónína fyrsti formaður til hægri
Stofnfélagar Kópavogsklúbbs
Hrafnhildur, Hafdís og Hildur, Kópavogsklúbbi
Vigdís, Þóra, Hólmfríður, Snjólaug, Guðrún Erla og Erla
Norrænir vinadagar í Finnlandi
Kristín, Þorbjörg, Guðrún Erla og Hildur
Austurlandssystur
Golfsystur
Ritarar landssambandsfunds 2018
Göngusystur
Akureyrarsystur
Í Heiðmerkurlundi
Landssambandsfundur 2017, Alma, Þóra, Signý

Vinnum að heilbrigðu umhverfi

Verkefni Evrópusambands soroptimista 2013-2015 ber yfirskriftina "Let's go green - Working for a healty environment". Soroptimistar eru hvattir til að hafa umhverfisvernd í fyrirrúmi - í verkefnum sem og í lífi og starfi.

Nánar: Vinnum að heilbrigðu umhverfi

Nýtum sólarorkuna

Verkefni Alþjóðasambands soroptimista 2013-2015 ber yfirskriftina "See Solar, Cook Solar" og snýr að því að fræða konur um endurvinnanlega orku og tækifæri til að nýta hana. 

Nánar: Nýtum sólarorkuna

Átak gegn kynbundnu ofbeldi

Soroptimistasamband Íslands hefur undanfarin ár tekið þátt í alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem haldið er dagana 25. nóvember – 10. desember ár hvert. Markmið átaksins er að uppræta kynbundið ofbeldi og ár hvert er athygli beint að einstöku málefni.

Nánar: Átak gegn kynbundnu ofbeldi

Samstarf við alþjóðastofnanir

Soroptimistar starfar Sameinuðu þjóðunum, Evrópuráðinu og fleirum um frið, skilning meðal þjóða heimsins og mannréttindi.

Nánar: Samstarf við alþjóðastofnanir

Project Five-O - Konur hjálpa konum

Allt frá árinu 1980 hafa fimm áhrifamestu kvennasamtök heims unnið að því að skapa tækifæri fyrir konur sem farið hafa varhluta af heimsins gæðum til að öðlast starfsmenntun. Markmið verkefnanna eru að draga úr fátækt og efla stöðu kvenna með því að veita þeim grundvallarmenntun, starfsþjálfun og aðstoða þær við að byggja upp atvinnuskapandi starfsemi af ýmsu tagi.

Nánar: Poject Five-O - Konur hjálpa konum