Ragnheiður fráfarandi ritari og Laufey fráfarandi forseti
Ingibjörg Jónasdóttir forseti ásamt Valgerði ritara SIÍ
Landssambandsfundur 2018, Akranesi
40 ára afmæli Kópavogsklúbbs
Ingunn Ásdis, Mjöll og Þóra, fyrrverandi forsetar
Nýr klúbbur vígður á Tröllaskaga 2015, Jónína fyrsti formaður til hægri
Stofnfélagar Kópavogsklúbbs
Hrafnhildur, Hafdís og Hildur, Kópavogsklúbbi
Vigdís, Þóra, Hólmfríður, Snjólaug, Guðrún Erla og Erla
Norrænir vinadagar í Finnlandi
Kristín, Þorbjörg, Guðrún Erla og Hildur
Austurlandssystur
Golfsystur
Ritarar landssambandsfunds 2018
Göngusystur
Akureyrarsystur
Í Heiðmerkurlundi
Landssambandsfundur 2017, Alma, Þóra, Signý

Hverjar erum við?

Soroptimistar eru alþjóðasamtök fyrir vinnandi konur í öllum störfum. Markmið Soroptimista er stuðla að heimsmynd þar sem konur og stúlkur ná í sameiningu fram því besta sem völ er á, bæði sem einstaklingar og sem hópur, og þar sem þær geta látið drauma sína rætast og til jafns við aðra skapað sterk og friðsöm samfélög um allan heim.

Sjá nánar um hverjar við erum hér: Soroptimistakortið.

Stjórn Soroptimistasambands Íslands

 

Við erum alþjóðleg samtök

Í Alþjóðasamtökum Soroptimista (Soroptimist International) eru yfir 80.000 félagar í 127 löndum. Fyrsti klúbburinn var stofnaður árið 1921 í Oakland í Kaliforníu. Heimshlutasamböndin eru fjögur og undir hverju þeirra eru landssambönd eða svæðasambönd, og svo klúbbar.

Soroptimistasamband Íslands er hluti af Evrópusambandi Soroptimista. Íslenskir soroptimistar eru um 600 talsins í 18 klúbbum viðs vegar um land. Í klúbbunum er leitast við að hafa fulltrúa sem flestra starfsstétta til að fá sem breiðastan hóp. Fyrsti íslenski klúbburinn var stofnaður árið 1959.

Soroptimistar eiga ráðgefandi fulltrúa hjá hinum ýmsu stofnunum Sameinuðu þjóðanna og eiga einnig ráðgjafaraðild að Efnahags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC).

Markmiðin okkar

Soroptimistar hvetja til aðgerða og skapa tækifæri til að breyta lífi kvenna og stúlkna með fjölþjóðlegu samstarfi og alþjóðlegu félaganeti. Soroptimistar hvetja til jafnræðis og jafnréttis, vinna að því að skapa öruggt og heilsusamlegt umhverfi, auka aðgengi að menntun, efla leiðtogahæfni og hagnýta þekkingu til sjálfbærrar framtíðar.

Hvað þýðir orðið Soroptimisti?

Orðið soroptimisti er samsett úr orðunum „sorores ad optumum" sem þýðir systur sem vinna að því besta.

Vilt þú verða Soroptimisti?

Ekki er hægt að sækja um þátttöku, heldur er þátttaka boðin og þarf tvo meðmælendur. Ef þú hefur áhuga á að verða félagi þá er þér samt velkomið að hafa samband við klúbb á þínu svæði og láta vita af þér.

Hverjar erum við - viðtal á Youtube

Á Youtube eru margar myndbandsupptökur með Soroptimistum. Meðal annars kemur Hafdís Karlsdóttir fram í viðtalinu "Who we are". Hér má sjá myndbandið á Youtube.

Nánar: Hverjar erum við - Viðtal á Youtube