Skip to main content

Forsetabréf júní 2022

 Melstað, júní 2022

Heilsa ykkur, kæru systur

Nú líður 19. júní, Kvennréttindadegi Íslands, og hefur skapast sú skemmtilega hefð að stjórn SIÍ bjóði fyrrverandi forsetum í kaffisamsæti í Hamraborg 10, og að sjálfsögðu látum við verða af því í ár, einnig ætlum við að bjóða okkar elstu systrum.

Það mæðir mikið á okkar systrum þeim Eyrúnu og Ingibjörgu því nú styttist heldur betur í norræna leiðtoganámskeiðið sem haldið verður á Bifröst dagana 27. júní - 1.júlí en undirbúningur hefur staðið yfir frá því í september sl. Við erum stoltar af þátttakendunum okkar 5 frá Íslandi sem munu koma með fjölbreyttan bakgrunn inn á námskeiðið, en fyrir utan hefðbundið háskólanám flestra er ein stúlka með meistarapróf í bifvélavirkjun og önnur er smiður. Norrænu þátttakendurnir 20 koma á sunnudeginum 26.júní og hafa nokkrar systur á höfuðborgarsvæðinu boðist til að keyra þær á Bifröst. Stelpurnar munu vera í fæði og húsnæði þar alla vikuna. Dagskráin er þétt en spennandi og fróðleg þar sem við höfum verið heppnar með að fá góða fyrirlesara og ávarp frá tveimur ráðherrum. Einnig ráðgerum við ferð um Borgarfjörð, Reykholt og Húsafell og gaman væri að bjóða þeim í Kraumu en allt þetta kostar peninga, þannig að ef einhver klúbbur hefur aflögu fjár og langar til að styrkja leiðtogafræðslu fyrir ungar stelpur, þá er það sannarlega velkomið. Nokkrar systur hafa boðist til að hýsa stúlkurnar að námskeiðinu loknu, en því lýkur á föstudeginum og flestar eru að fljúga aftur út laugardaginn 2.júlí. Okkur þætti vænt um ef þið fylgist með fésbókarsíðu Landssambandsins, því þar munum við setja inn fyrirspurnir til ykkar varðandi akstur og gistingu þegar nær dregur. Ef það eru einhverjar spurningar og/eða hugmyndir ekki hika við að hafa samband og senda þá tölvupóst til Eyrúnar, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða til Ingibjargar, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Norrænir vinadagar verða haldnir í Kalmar, Svíþjóð, 23. – 25. september 2022 og virðast systur ætla fjölmenna þangað af facebook að dæma.

Haustfundur verður haldinn á Hótel Laugarbakka 1. október 2022 og hefur gjaldkeri sent á klúbba varðandi kostnað þessa helgi. Markmið fundarins miðar að því ,,Að velja að vaxa”  sem manneskja og sem Soroptimisti, hafa gaman saman og fara heim með nýja þekkingu.

Minni á notendanafn og lykilorð að vefnum okkar soroptimist.is: systur/allar og einnig að setja inn efni á facebook síðuna sem þið eruð svo sannarlega duglegar að gera, þannig gerum við hana lifandi og skemmtilega.

Ég mun ekki senda út forsetabréf í júlí og kemur því næsta bréf í ágúst.

Megi sumarið fara vel með ykkur, njótið.

Með sumarkveðju

Guðrún Lára