Skip to main content

Apríl 2022 - Ávarp forseta SIE

Evrópuforseti apríl

Apríl 2022 – Ávarp Carolien Demey Evrópuforseta (ensk útgáfa)

Verðmætustu fjárfestingarnar fyrir hvern einstakling eru að bæta færni sína til þess að standast kröfur sem til hans verða gerðar í framtíðinni að mati Carolien Demey forseta Soroptimistasambands Evrópu. Fjárfestu í þér, núna. Það er ekki ofsögum sagt að „við lifum á krefjandi tímum“, en við eigum enn meira í vændum. Við getum verið stoltar af því sem við höfum þegar áorkað. Mikil samstaða kom í  ljós meðal Soroptimista með konum á stríðs- og flóttamannasvæðum við hættulegar aðstæður.

Við getum verið stoltar af styrk okkar og af „Sorores ad optimum“ (allt fyrir bestu systur). Við getum verið stoltar af því að hljóta viðurkenningu frá Evrópuráðinu og að öðlast rödd á fundum Öryggis- og samvinnustofnunarinnar (OCSE). Starfinu er þó alls ekki lokið. Auk mikilla áhrifa stríðsins horfumst við í augu við afleiðingar, svo sem hækkandi orku- og matvælaverð og vaxandi verðbólgu í Evrópu. Hvoru tveggja hefur í auknum mæli áhrif á líf Soroptimista og þeirra kvenna sem við styðjum. Til að bregðast við þurfa heimili, fyrirtæki og stofnanir að draga úr kostnaði og við verðum að aðlagast, lifa sjálfærara lífi og fjárfesta í framtíðinni. Við erum meðvitaðar um nauðsyn þess að vera sveigjanlegar, aðlagast, þroskast og hafa framtíðarsýn.

Meira en nokkru sinni  þurfum við:  öflugt samskiptanet, stefnuskrá, að fjölga Soroptimistum, móta stefnu í menntamálum, styrkja konur og valdefla, sameiginlega evrópska framtíðarsýn,  að vera hvetjandi og eftirsóknarverð alþjóðleg samtök Soroptimista. Efnahagskreppa er yfirvofandi og samfara því meiri hætta á fátækt. Frama margra kvenna var spillt í heimsfaraldrinum og ofbeldi jókst. Við skulum standa sterkar upp til að koma í veg fyrir að efnahagskreppan nái að halda konum niðri í viðleitni þeirra til að öðlast betra líf. Sem Soroptimistar þufum við að hverfa frá góðgerðarstarfsemi til lengri tíma litið og yfir í að gera konur samkeppnisfærar og sjáfstæðar. Við höfum þegar sannað hversu sterkar við erum þegar við stöndum saman. Tökum næsta skref með hugmyndaauðgi og ferskleika að leiðarljósi.

Þakka ykkur fyrir Soroptimistar!

Carolien Demey

Forseti Evrópusambands Soroptimista 2021-2023