Skip to main content

Forsetabréf apríl 2022

 Melstað, apríl 2022

Ég heilsa ykkur, kæru systur

Það sem fyrst skal nefna framundan er Landsambandsfundur Soroptimista, sem haldinn verður 23. apríl 2022 í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Með tilhlökkun í hjarta læt ég mér hlakka til að eiga við ykkur samfund á Snæfellsnesi. Dagskrá fundarins er inni á lokuðum vef okkar og aðgangsorð er systur og lykilorð allar. Vona að við fjölmennum og verðum sem flestar til að eiga góða samveru.

Varðandi tillögur um laga- og reglugerðarbreytingar þá verða þær ekki lagðar fyrir fundinn eins og til stóð. Á fundum stjórnar SIÍ þann 18. og 21. mars síðast liðinn var eftirfarandi tillaga samþykkt: Stjórn SIÍ leggur til að skipaður verði vinnuhópur sem hefur það hlutverk að fara yfir allar ábendingar, sem borist hafa vegna klúbbalaga, reglugerðar klúbbalaga og reglugerðar landsambandslaga. Vinnuhópinn skipi fulltrúar laganefndar og aðrir fagaðilar sem stjórn felur verkefnið. Vinnuhópurinn skili af sér í ágúst og boðað verði til auka fulltrúafundar í haust þar sem lög og reglugerðir verðir lagðar fram til samþykktar.

Eins og greint var frá í mars-bréfi var niðurstaða stjórnarfundar að neyðarsjóður SIE væri best til þess fallinn að halda utan um það sem myndi safnast meðal klúbba og landssambandsins og deila því út eftir því sem færi gæfist, og þeim þörfum sem breytast stundum hratt. Hjá neyðarsjóðnum er yfirsýnin, þar er þekkingin og við treystum því að þessu sé best fyrir komið þar og komist til þeirra sem eru í neyð í eða frá Úkraínu. Ég minni á að söfnunarfé á að leggja inn á 0319-13-701113 kt 551182-0109. Takmarkið er að frá okkur fari tvær milljónir króna. Hjartansþakkir fyrir framlög ykkar.

Sendifulltrúafundur verður haldinn 25. – 26. júní í Belgíu.

Norrænir vinadagar verða haldnir í Kalmar, Svíþjóð, 23. – 25. september 2022

Haustfundur verður haldinn á Hótel Laugarbakka 1. október 2022

Með systrakveðju - ykkar Guðrún Lára Magnúsdóttir